Fyrirgefið mér Helga Vala Helgadóttir skrifar 14. nóvember 2016 08:00 Ég er orðin miðaldra. Ég nenni ekki lengur að missa slag úr hjarta yfir pólitíkinni. Orðin dofin, bullið flæðir, orðin feit í heilanum, nenni ekki að rífast, berjast eða benda á ranglætið. Feit, þreytt og löt. Fyrirgefið mér. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn ógeðslega óréttlátum lánum sem hvíla á húsinu mínu. Nenni ekki heldur að brjálast yfir ónýtri krónu sem ég neyðist til að fá í veskið um hver mánaðamót vegna starfa minna á Íslandi, en gerir alla framtíðarútreikninga marklausa. Nenni ekki lengur að berjast gegn niðurbrotnu heilbrigðis- og menntakerfi. Örmagna löggæslukerfi og fáránlegu fiskveiði- og landbúnaðarkerfi. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn sérhagsmunaflokknum sem stanslaust ræður hér á landi í þjóðmálum og sveitarstjórnum. Nenni ekki að berjast gegn lyginni sem flokkurinn leggur á borð fyrir okkur. Flokknum sem lýgur til um útgjöld, stöðu fjármála, eignar sér góð verk en kennir öðrum um það sem miður fer bæði í landsmálum sem og á sveitastjórnarstigi. Þeir virðast vera alls staðar „strákarnir til að leiðrétta söguna“. „Let them deny it“ er leikurinn. Ef þú segir eitthvað nógu oft, hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki, fer pöpullinn að trúa. Líka lyginni. Nenni ekki að berjast gegn flokknum sem felur sig þegar endalaus spillingarmálin í hans boði smjúga um allt kerfið og menga hugsanir okkar. Gera okkur dofin, líkt og ég er núna. Feit í heilanum. Dofin. Nenni ekki lengur að berjast. Ætla frekar að hjúpa mig og mína og vona að þetta verði allt í lagi. Núna skil ég þá betur sem sváfu á meðan ég barðist. Þeir komu á undan mér og gáfust líklega upp. Fyrirgefið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun
Ég er orðin miðaldra. Ég nenni ekki lengur að missa slag úr hjarta yfir pólitíkinni. Orðin dofin, bullið flæðir, orðin feit í heilanum, nenni ekki að rífast, berjast eða benda á ranglætið. Feit, þreytt og löt. Fyrirgefið mér. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn ógeðslega óréttlátum lánum sem hvíla á húsinu mínu. Nenni ekki heldur að brjálast yfir ónýtri krónu sem ég neyðist til að fá í veskið um hver mánaðamót vegna starfa minna á Íslandi, en gerir alla framtíðarútreikninga marklausa. Nenni ekki lengur að berjast gegn niðurbrotnu heilbrigðis- og menntakerfi. Örmagna löggæslukerfi og fáránlegu fiskveiði- og landbúnaðarkerfi. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn sérhagsmunaflokknum sem stanslaust ræður hér á landi í þjóðmálum og sveitarstjórnum. Nenni ekki að berjast gegn lyginni sem flokkurinn leggur á borð fyrir okkur. Flokknum sem lýgur til um útgjöld, stöðu fjármála, eignar sér góð verk en kennir öðrum um það sem miður fer bæði í landsmálum sem og á sveitastjórnarstigi. Þeir virðast vera alls staðar „strákarnir til að leiðrétta söguna“. „Let them deny it“ er leikurinn. Ef þú segir eitthvað nógu oft, hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki, fer pöpullinn að trúa. Líka lyginni. Nenni ekki að berjast gegn flokknum sem felur sig þegar endalaus spillingarmálin í hans boði smjúga um allt kerfið og menga hugsanir okkar. Gera okkur dofin, líkt og ég er núna. Feit í heilanum. Dofin. Nenni ekki lengur að berjast. Ætla frekar að hjúpa mig og mína og vona að þetta verði allt í lagi. Núna skil ég þá betur sem sváfu á meðan ég barðist. Þeir komu á undan mér og gáfust líklega upp. Fyrirgefið mér.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun