Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2016 11:30 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur þurft að kljást við ásakanir um að falskar fréttir í dreifingu á miðlinum hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg sagt það vera fráleitt að falskar fréttir á Facebook hafi haft áhrif á kosningarnar. Ljóst er að vefsvæði hafi verið stofnuð beinlínis til þess að hagnast á dreifingu falskra frétta á Facebook. Samkvæmt rannsókn Pew Research Center sækja um helmingur Bandaríkjamanna fréttir á Facebook.Sakaðir um aðgerðaleysi Nú virðist sem að Facebook hafi búið yfir getu til að koma í veg fyrir dreifingu slíkra frétta en ákvörðun hafi verið tekin um að gera það ekki. Samkvæmt heimildum Gizmodo myndi það hafa umtalsvert meiri áhrif á hægri sinnaða Bandaríkjamenn en þá sem hallast til vinstri.Facebook segir þessar fregnir þó rangar, án þess að svara spurningum Gizmodo beint. Fyrr á árinu sökuðu þingmenn Repúblikanaflokksins fyrirtækið um að gefa fréttum um málefni hægri sinnaðra ekki pláss á Facebook. Starfsmenn fyrirtækisins voru sakaðir um að velja fréttir sem þeim sjálfum þættu ásættanlegar í Trending topics svæði samfélagsmiðilsins.Facebook neitaði fyrir ásakanirnar og sagði svo 15-18 ristjórum Trending topics upp.Sagðir glíma við viljaleysiNew York Times birti grein um helgina þar sem deilan um Trending topics var sögð hafa dregið verulega úr vilja fyrirtækisins til að gera breytingar sem gætu leitt til þess að notendur drægu hlutdrægni Facebook í efa.Facebook hefur nú tekið til aðgerða vegna málsins sem og tæknirisinn Google, sem einnig hefur orðið fyrir gagnrýni vegna falskra frétta.Facebook hefur breytt reglum varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlinum. Til að draga úr auglýsingatekjum síða sem dreifa fölskum fréttum.Google lýsti því yfir í gær að komið verði í veg fyrir að síður sem að dreifa fölskum fréttum fái tekjur í gegnum auglýsingakerfi fyrirtækisins. Aðgerðir Google eru mun umfangsmeiri en aðgerðir Facebook.Rætt um ábyrgðarleysiBuzzfeed segir nú frá því að hópur starfsmanna Facebook hafi stofnað óformlegan vinnuhóp til að berjast gegn fölskum fréttum. Mikil umræða er sögð hafa átt sér stað meðal starfsmanna fyrirtækisins varðandi ábyrgð samfélagsmiðilsins og áhrif hans á kosningarnar. Einn starfsmaður fyrirtækisins segir það deginum ljósara að falskar fréttir hafi verið í mikilli dreifingu á Facebook í aðdraganda kosninganna. Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53 Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur þurft að kljást við ásakanir um að falskar fréttir í dreifingu á miðlinum hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg sagt það vera fráleitt að falskar fréttir á Facebook hafi haft áhrif á kosningarnar. Ljóst er að vefsvæði hafi verið stofnuð beinlínis til þess að hagnast á dreifingu falskra frétta á Facebook. Samkvæmt rannsókn Pew Research Center sækja um helmingur Bandaríkjamanna fréttir á Facebook.Sakaðir um aðgerðaleysi Nú virðist sem að Facebook hafi búið yfir getu til að koma í veg fyrir dreifingu slíkra frétta en ákvörðun hafi verið tekin um að gera það ekki. Samkvæmt heimildum Gizmodo myndi það hafa umtalsvert meiri áhrif á hægri sinnaða Bandaríkjamenn en þá sem hallast til vinstri.Facebook segir þessar fregnir þó rangar, án þess að svara spurningum Gizmodo beint. Fyrr á árinu sökuðu þingmenn Repúblikanaflokksins fyrirtækið um að gefa fréttum um málefni hægri sinnaðra ekki pláss á Facebook. Starfsmenn fyrirtækisins voru sakaðir um að velja fréttir sem þeim sjálfum þættu ásættanlegar í Trending topics svæði samfélagsmiðilsins.Facebook neitaði fyrir ásakanirnar og sagði svo 15-18 ristjórum Trending topics upp.Sagðir glíma við viljaleysiNew York Times birti grein um helgina þar sem deilan um Trending topics var sögð hafa dregið verulega úr vilja fyrirtækisins til að gera breytingar sem gætu leitt til þess að notendur drægu hlutdrægni Facebook í efa.Facebook hefur nú tekið til aðgerða vegna málsins sem og tæknirisinn Google, sem einnig hefur orðið fyrir gagnrýni vegna falskra frétta.Facebook hefur breytt reglum varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlinum. Til að draga úr auglýsingatekjum síða sem dreifa fölskum fréttum.Google lýsti því yfir í gær að komið verði í veg fyrir að síður sem að dreifa fölskum fréttum fái tekjur í gegnum auglýsingakerfi fyrirtækisins. Aðgerðir Google eru mun umfangsmeiri en aðgerðir Facebook.Rætt um ábyrgðarleysiBuzzfeed segir nú frá því að hópur starfsmanna Facebook hafi stofnað óformlegan vinnuhóp til að berjast gegn fölskum fréttum. Mikil umræða er sögð hafa átt sér stað meðal starfsmanna fyrirtækisins varðandi ábyrgð samfélagsmiðilsins og áhrif hans á kosningarnar. Einn starfsmaður fyrirtækisins segir það deginum ljósara að falskar fréttir hafi verið í mikilli dreifingu á Facebook í aðdraganda kosninganna.
Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53 Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53
Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29