Misjöfn uppgjör Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Stór hluti skráðra félaga í Kauphöll Íslands skiluðu uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung í síðustu viku. Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50
Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41
Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00