Fólkið á Airwaves: Frá skothvellum í Eþíópíu til óvænts öryggis á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 20:00 Wesley Zebrowski er í skiptinámi á Ísafirði Vísir/Vilhelm Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“ Airwaves Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“
Airwaves Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira