Facebook birti fínasta ársfjórðungsuppgjör og hlutabréfin falla í verði Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 23:45 Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri og stofnandi Facebook. Vísir/GETTY Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga. Tækni Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga.
Tækni Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira