Forréttindi að fá að dvelja fyrir vestan Kjartan Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 20:00 Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík en kemur til með að dvelja meira fyrir vestan næstu mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira
„Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira