Fráfarandi þjálfari Grindavíkur: Rétt skal vera rétt, ég var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2016 16:40 Björn Steinar lék lengi með karlaliði Grindavíkur. vísir/stefán Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16
Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20
Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08
Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30