Alpa-EM hjá stelpunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar EM-sæti með félögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Anton Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02
Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00
Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00