Alpa-EM hjá stelpunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar EM-sæti með félögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Anton Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02
Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00
Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00