Kleinuhringjaspáin sló öllum könnunum við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 13:30 Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts þegar fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi. Þeir fengu ársbirgðir fyrir biðina og því ólíklegt að þeir hafi verið gestir staðarins í vikunni. vísir/pjetur Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina. Kosningar 2016 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina.
Kosningar 2016 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira