Ingó fer yfir pólitíkina: Telur að kosið verði aftur, vill sjá spítalann á Vífilsstöðum og kaus Ástþór Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2016 11:15 Ingólfur þekkir stjórnmálin mjög vel á Íslandi. „Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó. Kosningar 2016 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó.
Kosningar 2016 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira