Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2016 21:00 "Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum. Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum.
Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira