Vine hættir: Smáforritið sem lamaði Smáralind lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 22:35 Það var allt stappað í Smáralind þegar tvær Vine-stjörnur kíktu til landsins. Vísir/Andri Marinó Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind. Tækni Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind.
Tækni Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira