Uber gert að greiða breskum bílstjórum sínum lágmarkslaun Atli ísleifsson skrifar 28. október 2016 14:23 Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira