Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 21:30 Weiner hefur verið flæktur í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. Kona hans er einn nánasti samstarfmaður Clinton. Vísir/Getty Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53