Ólympíumeistari hættir á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 14:30 Jessica Ennis-Hill hefur verið ein besta frjálsíþróttakona heims undanfarin ár. vísir/getty Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira