Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 07:00 Frá undirritun samninga á Hótel Glym. F.v. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Theresa Jester forstjóri Silicor, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09
ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45