Skynsamleg stjórnmál Frosti Logason skrifar 6. október 2016 07:00 Síðar í þessum mánuði göngum við til kosninga. Ekki er laust við að fiðringur fari um mörg okkar. Við teljum okkur trú um að nú sé hægt að gera betur en síðast. Við ætlum ekki að falla fyrir sömu ódýru og innantómu loforðunum í þetta skipti. Einn flokkurinn lofar í stefnuskrá að standa vörð um kristin gildi og viðhorf. Það er skynsamlegt og örugglega vel ígrundað. Að fylgjast með guðleysinu vaxa allt í kring um okkur undanfarið, með alls kyns skuggalegum afleiðingum, hefur nefnilega verið hrollvekjandi. Konur vaða nú uppi með frekju og yfirgang. Allir vita hins vegar að konan á að halda sér saman á meðan maður hennar hefur orðið. Ef kona vill fræðast, þá skal hún spyrja karl sinn heima fyrir, ekki úti á torgum. Konur skulu vera undirgefnar. Þetta er ekki flókið. Nýja testamentið er skýrt hvað þetta varðar. Kristur tók líka fram að börn sem ansa foreldrum sínum með skætingi skulu líflátin. En þessum kristnu gildum virðumst við hafa gleymt í öllu guðleysinu. Nýja testamentið minnist líka á svívirðilegar girndir mannfólksins. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum með konum og brunnið í losta hver til annars. Guð dæmir þá réttilega og segir að allir, sem slíkt fremja, séu dauðasekir. Það er gott að fylking þjóðhollra ætli að standa vörð um þessi gildi. Rúsínan í pylsuendanum er svo loforð þeirra um að hafna öllum trúarbrögðum sem eru andstæð íslensku stjórnarskránni. Þetta kallar maður vel ígrundaða og heilbrigða stefnuskrá.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun
Síðar í þessum mánuði göngum við til kosninga. Ekki er laust við að fiðringur fari um mörg okkar. Við teljum okkur trú um að nú sé hægt að gera betur en síðast. Við ætlum ekki að falla fyrir sömu ódýru og innantómu loforðunum í þetta skipti. Einn flokkurinn lofar í stefnuskrá að standa vörð um kristin gildi og viðhorf. Það er skynsamlegt og örugglega vel ígrundað. Að fylgjast með guðleysinu vaxa allt í kring um okkur undanfarið, með alls kyns skuggalegum afleiðingum, hefur nefnilega verið hrollvekjandi. Konur vaða nú uppi með frekju og yfirgang. Allir vita hins vegar að konan á að halda sér saman á meðan maður hennar hefur orðið. Ef kona vill fræðast, þá skal hún spyrja karl sinn heima fyrir, ekki úti á torgum. Konur skulu vera undirgefnar. Þetta er ekki flókið. Nýja testamentið er skýrt hvað þetta varðar. Kristur tók líka fram að börn sem ansa foreldrum sínum með skætingi skulu líflátin. En þessum kristnu gildum virðumst við hafa gleymt í öllu guðleysinu. Nýja testamentið minnist líka á svívirðilegar girndir mannfólksins. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum með konum og brunnið í losta hver til annars. Guð dæmir þá réttilega og segir að allir, sem slíkt fremja, séu dauðasekir. Það er gott að fylking þjóðhollra ætli að standa vörð um þessi gildi. Rúsínan í pylsuendanum er svo loforð þeirra um að hafna öllum trúarbrögðum sem eru andstæð íslensku stjórnarskránni. Þetta kallar maður vel ígrundaða og heilbrigða stefnuskrá.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun