Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2016 20:58 Kári fagnar marki sínu í fyrri hálfleik. vísir/anton „Ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ennþá. Þetta er svolítið brjálað undir lokin,“ sagði Kári Árnason eftir sigurinn dramatíska á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld. „Við áttum þetta skilið á endanum, við vorum betri aðilinn en fengum tvö klaufamörk á okkur í fyrri hálfleik. Við gefumst aldrei upp og þetta var merki um það,“ bætti miðvörðurinn við en hann kom mikið við sögu í leiknum; skoraði, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Ísland fékk á sig tvö mörk á heimavelli sem gerist ekki á hverjum degi. „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári og bætti við í léttum dúr: „Ef við getum ekki haldið hreinu sjáum við varnarmennirnir um að skora mörkin.“ En er Kári ekki orðinn hættulegasti sóknarmaðurinn í íslenska liðinu miðað við frammistöðuna í kvöld? „Ég læt það algjörlega vera en maður reynir að gera það sem maður getur,“ sagði Kári. Hann segir að það hafi verið erfitt að spila á móti Finnum í kvöld. „Það er erfitt að brjóta lið sem liggja svona aftarlega á bak aftur og við þekkjum það. Þeir eru með vel skipulagt lið og góða leikmenn innanborðs,“ sagði Kári. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ bætti miðvörðurinn öflugi við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
„Ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ennþá. Þetta er svolítið brjálað undir lokin,“ sagði Kári Árnason eftir sigurinn dramatíska á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld. „Við áttum þetta skilið á endanum, við vorum betri aðilinn en fengum tvö klaufamörk á okkur í fyrri hálfleik. Við gefumst aldrei upp og þetta var merki um það,“ bætti miðvörðurinn við en hann kom mikið við sögu í leiknum; skoraði, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Ísland fékk á sig tvö mörk á heimavelli sem gerist ekki á hverjum degi. „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári og bætti við í léttum dúr: „Ef við getum ekki haldið hreinu sjáum við varnarmennirnir um að skora mörkin.“ En er Kári ekki orðinn hættulegasti sóknarmaðurinn í íslenska liðinu miðað við frammistöðuna í kvöld? „Ég læt það algjörlega vera en maður reynir að gera það sem maður getur,“ sagði Kári. Hann segir að það hafi verið erfitt að spila á móti Finnum í kvöld. „Það er erfitt að brjóta lið sem liggja svona aftarlega á bak aftur og við þekkjum það. Þeir eru með vel skipulagt lið og góða leikmenn innanborðs,“ sagði Kári. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ bætti miðvörðurinn öflugi við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira