Ragnar: Tek markið 100% á mig Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2016 21:27 Ragnar í baráttunni í kvöld. vísir/anton Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09