„Fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 21:52 Björn Bergmann í háloftunum í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30