Verið fullkominn ferill Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2016 06:00 Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli haustið 2014. vísir/anton Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira