Þetta gerðist þegar Tyrkir komu síðast í heimsókn | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 15:36 Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira