Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:02 Jón Daði kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld. Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Sjá meira