Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2016 16:45 Vonbrigði Fylkismanna leyndu sér ekki. Vísir/Andri Marinó Fylkir er fallinn úr Pepsi-deild karla eftir sextán ára veru í efstu deild karla. Liðið tapaði fyrir KR, 3-0, í Frostaskjóli í dag. KR-ingar tryggðu sér um leið þriðja sæti Pepsi-deildar karla og þar með þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Denis Fazlagic, Morten Beck Andersen og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR-inga í dag. Þegar staðan var 2-0 fyrir KR áttu Fylkismenn sín hættulegustu færi í leiknum en allt kom fyrir ekki.Af hverju vann KR? Fylkismenn mættu einbeittir til leiks og byrjuðu vel. Miðað við fyrstu mínútur leiksins var ljóst að Fylkismenn ætluðu sér að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Það kom því eins og blaut tuska í andlit þeirra þegar KR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. Eftir það fór allur kraftur úr gestunum og KR-ingar tóku öll völd. Heimamenn gátu leyft sér að slaka á og létu þeir Fylkismenn elta sig á meðan KR hélt boltanum vel sín á milli. Smám saman jókst þrýstingurinn að marki Fylkis sem varð til þess að KR skoraði seinna markið í fyrri hálfleik sem í raun gerði út um leikinn. KR-ingar nýttu öll sín gæði til þess að halda Fylkismönnum frá sér en fyrir utan einn og einn kafla í leiknum átti Fylkir í raun aldrei möguleika á stigunum þremur sem þeir þurftu á að halda til að tryggja veru sína í efstu deildHvað gekk vel?Heilt yfir gekk spilamennska KR vel. Varnarlega voru þeir að mestu leyti öruggir í sínum aðgerðum og sóknarlega voru þeir skeinuhættir. Miðjuspil KR, með þá Pálma Rafn og Finn Orra fremsta í flokki, var undirstaða sigursins en þeir félagar stýrðu gangi leiksins. Kennie Chopart var einnig mjög góður í framlínu KR auk þess sem að Morten Beck innsiglaði endanlega titilinn besti sóknarbakvörður deildarinnar en hann lagði upp tvö mörk. Fylkismönnum gekk mun betur í seinni hálfleik að sækja á markið og það hófst allt með innkomu Garðars Jóhannsonar sem með réttu hefðu að minnsta kosti átt að skora eitt mark. Hann kom með ákveðinn miðpunkt í sóknarleik Fylkis sem hægt var að byggja á.Hvað gekk illa?Fylkismenn voru ekki nógu öflugir á löngum köflum var ekki að sjá að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deild hinna bestu. Þrátt fyrir að skapa sér nokkur færi gekk afar illa að klára þau sem hefur verið akkílesarhæll þeirra á tímabilinu. Hver veit hvað hefði gerst hefði þeim tekist að minnka muninn snemma í seinni hálfleik en eins og svo oft áður var sóknarleikur þeirra meira stöngin út, fremur en stöngin inn.Hvað gerist næst?KR-ingar tryggðu sér Evrópusæti, eitthvað sem var nánast óhugsandi eftir slaka byrjun. Þeir geta afar vel við unað með að hafa nælt í þriðja sætið. Fylkismenn þurfa hins vegar að sætta sig við að hefja leik í fyrstu deild á næsta ári í fyrsta sinn frá árinu 1999 þegar þeir tryggðu sér sæti í efstu deild, þar sem þeir hafa verið síðan, þangað til nú.Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.vísir/antonWillum um framtíð sína með KR: Er í elítilli klemmuWillum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggðu sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með 9. stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/ernirHermann: Flautumörkin kostuðu okkur Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum afar svekktur eftir liðið féll niður um deild í dag. hann segist taka fulla ábyrgð á því og óvíst hvort hann verði áfram með liðið á næsta tímabili. „Það eru þessi flautumörk öll sem við höfum fengið á okkur. Við höfum fengið okkar sénsa til að vera löngu búnir að tryggja okkur,“ segir Hermann. „Þetta er ósköp einfalt. Við vorum að spila vel og verið inn í hverjum einasta leik en ekki verið að ná í úrslit. Þetta er hrikalega sorglegt.“ Hermann segist vera nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs í kvöld en fyrsta mark leiksins hafi verið erfitt fyrir liðið að fá á sig. Hann þekkir það vel hvernig það er að falla enda er hann sá leikmaður sem oftast hefur fallið niður úr ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að tilfinningin sé öðruvísi verandi þjálfari. „Það er allt annað. Maður tekur fulla ábyrgð á þessu. Það er ósköp einfalt. Við fengum þvílíkan stuðning frá öllum og maður tekur ábyrgð á þessu öllu saman,“ segir Hermann sem átti erfitt með að fela tilfinningar sínar í leikslok. „Mér líður hræðilega og þetta er hörmuleg tilfinning.“vísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Fylkir er fallinn úr Pepsi-deild karla eftir sextán ára veru í efstu deild karla. Liðið tapaði fyrir KR, 3-0, í Frostaskjóli í dag. KR-ingar tryggðu sér um leið þriðja sæti Pepsi-deildar karla og þar með þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Denis Fazlagic, Morten Beck Andersen og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR-inga í dag. Þegar staðan var 2-0 fyrir KR áttu Fylkismenn sín hættulegustu færi í leiknum en allt kom fyrir ekki.Af hverju vann KR? Fylkismenn mættu einbeittir til leiks og byrjuðu vel. Miðað við fyrstu mínútur leiksins var ljóst að Fylkismenn ætluðu sér að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Það kom því eins og blaut tuska í andlit þeirra þegar KR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. Eftir það fór allur kraftur úr gestunum og KR-ingar tóku öll völd. Heimamenn gátu leyft sér að slaka á og létu þeir Fylkismenn elta sig á meðan KR hélt boltanum vel sín á milli. Smám saman jókst þrýstingurinn að marki Fylkis sem varð til þess að KR skoraði seinna markið í fyrri hálfleik sem í raun gerði út um leikinn. KR-ingar nýttu öll sín gæði til þess að halda Fylkismönnum frá sér en fyrir utan einn og einn kafla í leiknum átti Fylkir í raun aldrei möguleika á stigunum þremur sem þeir þurftu á að halda til að tryggja veru sína í efstu deildHvað gekk vel?Heilt yfir gekk spilamennska KR vel. Varnarlega voru þeir að mestu leyti öruggir í sínum aðgerðum og sóknarlega voru þeir skeinuhættir. Miðjuspil KR, með þá Pálma Rafn og Finn Orra fremsta í flokki, var undirstaða sigursins en þeir félagar stýrðu gangi leiksins. Kennie Chopart var einnig mjög góður í framlínu KR auk þess sem að Morten Beck innsiglaði endanlega titilinn besti sóknarbakvörður deildarinnar en hann lagði upp tvö mörk. Fylkismönnum gekk mun betur í seinni hálfleik að sækja á markið og það hófst allt með innkomu Garðars Jóhannsonar sem með réttu hefðu að minnsta kosti átt að skora eitt mark. Hann kom með ákveðinn miðpunkt í sóknarleik Fylkis sem hægt var að byggja á.Hvað gekk illa?Fylkismenn voru ekki nógu öflugir á löngum köflum var ekki að sjá að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deild hinna bestu. Þrátt fyrir að skapa sér nokkur færi gekk afar illa að klára þau sem hefur verið akkílesarhæll þeirra á tímabilinu. Hver veit hvað hefði gerst hefði þeim tekist að minnka muninn snemma í seinni hálfleik en eins og svo oft áður var sóknarleikur þeirra meira stöngin út, fremur en stöngin inn.Hvað gerist næst?KR-ingar tryggðu sér Evrópusæti, eitthvað sem var nánast óhugsandi eftir slaka byrjun. Þeir geta afar vel við unað með að hafa nælt í þriðja sætið. Fylkismenn þurfa hins vegar að sætta sig við að hefja leik í fyrstu deild á næsta ári í fyrsta sinn frá árinu 1999 þegar þeir tryggðu sér sæti í efstu deild, þar sem þeir hafa verið síðan, þangað til nú.Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.vísir/antonWillum um framtíð sína með KR: Er í elítilli klemmuWillum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggðu sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með 9. stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/ernirHermann: Flautumörkin kostuðu okkur Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum afar svekktur eftir liðið féll niður um deild í dag. hann segist taka fulla ábyrgð á því og óvíst hvort hann verði áfram með liðið á næsta tímabili. „Það eru þessi flautumörk öll sem við höfum fengið á okkur. Við höfum fengið okkar sénsa til að vera löngu búnir að tryggja okkur,“ segir Hermann. „Þetta er ósköp einfalt. Við vorum að spila vel og verið inn í hverjum einasta leik en ekki verið að ná í úrslit. Þetta er hrikalega sorglegt.“ Hermann segist vera nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs í kvöld en fyrsta mark leiksins hafi verið erfitt fyrir liðið að fá á sig. Hann þekkir það vel hvernig það er að falla enda er hann sá leikmaður sem oftast hefur fallið niður úr ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að tilfinningin sé öðruvísi verandi þjálfari. „Það er allt annað. Maður tekur fulla ábyrgð á þessu. Það er ósköp einfalt. Við fengum þvílíkan stuðning frá öllum og maður tekur ábyrgð á þessu öllu saman,“ segir Hermann sem átti erfitt með að fela tilfinningar sínar í leikslok. „Mér líður hræðilega og þetta er hörmuleg tilfinning.“vísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira