Lotus 3-Eleven náði tímanum 7:06 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 11:11 Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan. Bílar video Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent
Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent