Ný auglýsingaherferð H&M vekur mikla athygli Ritstjórn skrifar 28. september 2016 13:45 Skjáskot Sænski tískurisinn H&M er að vekja mjög mikla athygli fyrir nýjustu auglýsingaherferð sína, og það jákvæða. Í auglýsingunni má finna fjölbreyttan hóp kvenna í ólíkum aðstæðum og lagið sem hljómar undir er "She´s a Lady" með Tom Jones í nýrri útgáfu. Það er kannski ekki skrýtið að þessu tiltekna auglýsing sé að vekja athygli en hingað til hafa auglýsingar tískufyrirtækja einblínt á eina stereotýpu, konu sem er falleg, grönn, brosmild og bara með hæfilega mikið af hári á réttum stöðum. En undanfarið hefur átt sér stað viðsnúningur og neytandinn hefur kallað eftir meiri fjölbreytileika í auglýsingaherferðum. H&M tikkar í öll réttu boxin í þessari auglýsingu sem sýnir konur frá öllum heimshornum , stærðum og gerðum, lesbíur, yfirmenn í stórfyrirtækjum, með hár undir höndunum, hneppa frá gallabuxunum að borða franskar og svo framvegis. Sem sagt flestir ættu að finna eitthvað eða einhvern í þessari auglýsingu sem þeir geta tengt vel við. Vel gert H&M! Mest lesið Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour
Sænski tískurisinn H&M er að vekja mjög mikla athygli fyrir nýjustu auglýsingaherferð sína, og það jákvæða. Í auglýsingunni má finna fjölbreyttan hóp kvenna í ólíkum aðstæðum og lagið sem hljómar undir er "She´s a Lady" með Tom Jones í nýrri útgáfu. Það er kannski ekki skrýtið að þessu tiltekna auglýsing sé að vekja athygli en hingað til hafa auglýsingar tískufyrirtækja einblínt á eina stereotýpu, konu sem er falleg, grönn, brosmild og bara með hæfilega mikið af hári á réttum stöðum. En undanfarið hefur átt sér stað viðsnúningur og neytandinn hefur kallað eftir meiri fjölbreytileika í auglýsingaherferðum. H&M tikkar í öll réttu boxin í þessari auglýsingu sem sýnir konur frá öllum heimshornum , stærðum og gerðum, lesbíur, yfirmenn í stórfyrirtækjum, með hár undir höndunum, hneppa frá gallabuxunum að borða franskar og svo framvegis. Sem sagt flestir ættu að finna eitthvað eða einhvern í þessari auglýsingu sem þeir geta tengt vel við. Vel gert H&M!
Mest lesið Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour