Aldo segist vera hættur í MMA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:00 Aldo í bardaganum við Conor í desember í fyrra. vísir/getty Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum. MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum.
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira