GoPro í vandræðum: Trompað af nýjum dróna DJI Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2016 15:27 DJI og GoPro eru nú í harðri samkeppni á drónamarkaði. Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega. Tækni Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega.
Tækni Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira