FH getur tekið risaskref í átt að titlinum | Hleypa Fylkismenn lífi í fallbaráttuna? 11. september 2016 06:00 Ekki ólíklegt að við sjáum Atla Viðar fagna marki í Kaplakrika í dag. Vísir/Stefán FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00