Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 09:30 Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira