Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París. Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira