Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2016 14:36 Íslenski leikjaframleiðandinn CCP ætlar að gera notendum kleift að spila leikinn EVE Online ókeypis. Leikurinn var fyrst gefinn út fyrir rúmum þrettán árum og er þetta í fyrsta sinn sem hægt verður að spila leikinn án þess að greiða mánaðarlegt gjald. Þeir sem spila leikinn munu þó ekki hafa aðgang að öllum möguleikum hans. Persónur þeirra spilara hafa ekki aðgang að sömu hæfileikum og sömu skipum og notendur sem greiða fyrir EVE. Breytingarnar munu taka gildi í nóvember. Allir spilarar leiksins spila í sama heimi, New Eden, og því hefur hver leikmaður áhrif á alla aðra. Í dagbók framleiðenda EVE , þar sem hægt er að lesa frekari upplýsingar um breytingarnar, segir að við ákvörðunin hefi verið tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að flóð af nýjum spilurum með fullan aðgang gæti hæglega haft slæmar afleiðingar. Allt frá því að vefþjónar gætu hrunið eða efnahagur söguheims EVE gæti lent í kröggum.Hér má sjá útskýringarmyndband frá CCP um hvernig breytingarnar verða. Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn CCP ætlar að gera notendum kleift að spila leikinn EVE Online ókeypis. Leikurinn var fyrst gefinn út fyrir rúmum þrettán árum og er þetta í fyrsta sinn sem hægt verður að spila leikinn án þess að greiða mánaðarlegt gjald. Þeir sem spila leikinn munu þó ekki hafa aðgang að öllum möguleikum hans. Persónur þeirra spilara hafa ekki aðgang að sömu hæfileikum og sömu skipum og notendur sem greiða fyrir EVE. Breytingarnar munu taka gildi í nóvember. Allir spilarar leiksins spila í sama heimi, New Eden, og því hefur hver leikmaður áhrif á alla aðra. Í dagbók framleiðenda EVE , þar sem hægt er að lesa frekari upplýsingar um breytingarnar, segir að við ákvörðunin hefi verið tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að flóð af nýjum spilurum með fullan aðgang gæti hæglega haft slæmar afleiðingar. Allt frá því að vefþjónar gætu hrunið eða efnahagur söguheims EVE gæti lent í kröggum.Hér má sjá útskýringarmyndband frá CCP um hvernig breytingarnar verða.
Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira