Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz lýsir yfir dauða nýfrjálshyggju Sæunn Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Joseph Stiglitz segir nýfrjálshyggju dauða Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira