„Fara býsna langt með titilbaráttuna með sigri“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 14:30 Fagna FH-ingar í kvöld? Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri deildarleik sínum í sumar. Vísir/Stefán FH getur náð sjö stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla ef liðið hefur betur gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en um einn af stórleikjum tímabilsins er að ræða. Vinni Stjörnumenn í Kaplakrika er ljóst að titilbaráttan verði galopin á nýjan leik. Logi Ólafsson, sérfræðngur í Pepsi-mörkunum, segir að mikilvægi leiksins sé mikið fyrir bæði lið sem og mótið sjálft. „Ég myndi ekki alveg ganga svo langt að segja að titilbaráttan geti ráðist með sigri FH í kvöld. FH-ingar hafa ekki verið alveg eins brattir í sumar og á síðustu tímabilum. En þeir fara býsna langt með þetta ef þeir vinna í kvöld,“ segir Logi. Sextánda umferðin klárast í kvöld og því sex umferðir eftir að henni lokinni. FH-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en máttu hafa mikið fyrir naumum 1-0 sigri á Fjölni í síðustu umferð. Að sama skapi hafa hin liðin í toppbaráttunni - Fjölnir, Stjarnan og Breiðablik - öll verið að tapa stigum. „Þetta hefur að miklu leyti spilast upp í hendurnar á FH-ingum. Umræðan er líka að hjálpa þeim enda allir að tala um að þeir eru ekki að skapa eins mörg færi og þeir hafa verið vanir að gera, séu slakari en áður og þar frem eftir götunum,“ segir Logi. „Sú umræða hjálpar FH, hvernig þeir nálgast leikinn og hvernig andstæðingarnir gera það líka.“ „FH hefur náð árangri í sumar með því að spila öflugan varnarleik og hafa því ekki þurft að skora mörg mörk í sumar til að vinna leikina sína.“Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/StefánStór spurning Stjörnunnar Stjarnan hefur gefið eftir í síðustu leikjum. Eftir jafntefli gegn Þrótti máttu Garðbæingar þola 3-1 tap gegn KR. „Leikurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir Stjörnuna,“ segir Logi. „Ætla þeir að vera með í baráttu um titilinn eða bara í baráttunni um Evrópusæti? Það er spurningin sem þeir þurfa að svara í kvöld.“ Hann segir að það hafi verið sérstaklega dýrkeypt að tapa stigum gegn botnliði Þróttar. „Ef þú ætlar þér að vera með í baráttunni um titilinn þá verðurðu að vinna leikina gegn neðstu liðunum. Það er grundvallaratriði.“ Hann bendir á að Stjarnan eigi ljúfar minningar úr Kaplakrika enda varð liðið þar Íslandsmeistari árið 2014 eftir eftirminnilegan úrslitaleik gegn FH í lokaumferð tímabilsins. „FH hefur ekki verið upp á sitt allra besta að undanförnu og Stjarnan mætir til leiks sem sært dýr. Ég gæti trúað því að þeir verði býsna grimmir í kvöld.“Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/AntonEkki taka Guðjón úr liðinu Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur verið í aðalhlutverki í sókn Stjörnunnar í sumar en aðeins skorað þrjú mörk. Hólmbert Aron Friðjónsson kom í Garðabæinn í síðasta mánuði frá KR en ekki enn fengið tækifærið í byrjunarliðinu. „Ég myndi ekki setja Guðjón á bekkinn,“ segir Logi. „Þó svo að hann hafi ekki skorað mikið þá tekur hann ávallt mikið til sín. Eftir að Hilmar Árni [Halldórsson] byrjaði að spila í stöðunni fyrir aftan hann þá hefur hann notið góðs af því hversu mikið pláss Guðjón hefur búið til fyrir hann.“ „Það má heldur ekki gleyma því að Guðjón var í færum í leiknum gegn KR. Ég tel ekki ástæðu til þess að skipta um framherja.“ Atli Guðnason er allur að koma til eftir meiðsli og kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri FH á Fjölni í síðustu umferð. Þar áður spilaði hann um miðjan síðasta mánuð. „Ef að Atli spilar gæti hann breytt miklu fyrir FH. Það væri því óskandi fyrir FH-inga ef hann er leikfær í kvöld. Þeir hafa verið frískari með hann í liðinu.“ Logi bendir hins vegar á að Bergsveinn Ólafsson, miðvörður, er í leikbanni í kvöld og telur að það muni hafa áhrif á lið Hafnfirðinga í leiknum. Upphitun fyrir leik FH og Stjörnunnar hefst klukkan 17.30 á Stöð 2 Sport og leikurinn sjálfur klukkan 18.00. Viðureign Þróttar og Vals er einnig í beinni útsendingu, á Stöð 2 Sport 2, og Pepsimörkin eru svo á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
FH getur náð sjö stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla ef liðið hefur betur gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en um einn af stórleikjum tímabilsins er að ræða. Vinni Stjörnumenn í Kaplakrika er ljóst að titilbaráttan verði galopin á nýjan leik. Logi Ólafsson, sérfræðngur í Pepsi-mörkunum, segir að mikilvægi leiksins sé mikið fyrir bæði lið sem og mótið sjálft. „Ég myndi ekki alveg ganga svo langt að segja að titilbaráttan geti ráðist með sigri FH í kvöld. FH-ingar hafa ekki verið alveg eins brattir í sumar og á síðustu tímabilum. En þeir fara býsna langt með þetta ef þeir vinna í kvöld,“ segir Logi. Sextánda umferðin klárast í kvöld og því sex umferðir eftir að henni lokinni. FH-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en máttu hafa mikið fyrir naumum 1-0 sigri á Fjölni í síðustu umferð. Að sama skapi hafa hin liðin í toppbaráttunni - Fjölnir, Stjarnan og Breiðablik - öll verið að tapa stigum. „Þetta hefur að miklu leyti spilast upp í hendurnar á FH-ingum. Umræðan er líka að hjálpa þeim enda allir að tala um að þeir eru ekki að skapa eins mörg færi og þeir hafa verið vanir að gera, séu slakari en áður og þar frem eftir götunum,“ segir Logi. „Sú umræða hjálpar FH, hvernig þeir nálgast leikinn og hvernig andstæðingarnir gera það líka.“ „FH hefur náð árangri í sumar með því að spila öflugan varnarleik og hafa því ekki þurft að skora mörg mörk í sumar til að vinna leikina sína.“Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/StefánStór spurning Stjörnunnar Stjarnan hefur gefið eftir í síðustu leikjum. Eftir jafntefli gegn Þrótti máttu Garðbæingar þola 3-1 tap gegn KR. „Leikurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir Stjörnuna,“ segir Logi. „Ætla þeir að vera með í baráttu um titilinn eða bara í baráttunni um Evrópusæti? Það er spurningin sem þeir þurfa að svara í kvöld.“ Hann segir að það hafi verið sérstaklega dýrkeypt að tapa stigum gegn botnliði Þróttar. „Ef þú ætlar þér að vera með í baráttunni um titilinn þá verðurðu að vinna leikina gegn neðstu liðunum. Það er grundvallaratriði.“ Hann bendir á að Stjarnan eigi ljúfar minningar úr Kaplakrika enda varð liðið þar Íslandsmeistari árið 2014 eftir eftirminnilegan úrslitaleik gegn FH í lokaumferð tímabilsins. „FH hefur ekki verið upp á sitt allra besta að undanförnu og Stjarnan mætir til leiks sem sært dýr. Ég gæti trúað því að þeir verði býsna grimmir í kvöld.“Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/AntonEkki taka Guðjón úr liðinu Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur verið í aðalhlutverki í sókn Stjörnunnar í sumar en aðeins skorað þrjú mörk. Hólmbert Aron Friðjónsson kom í Garðabæinn í síðasta mánuði frá KR en ekki enn fengið tækifærið í byrjunarliðinu. „Ég myndi ekki setja Guðjón á bekkinn,“ segir Logi. „Þó svo að hann hafi ekki skorað mikið þá tekur hann ávallt mikið til sín. Eftir að Hilmar Árni [Halldórsson] byrjaði að spila í stöðunni fyrir aftan hann þá hefur hann notið góðs af því hversu mikið pláss Guðjón hefur búið til fyrir hann.“ „Það má heldur ekki gleyma því að Guðjón var í færum í leiknum gegn KR. Ég tel ekki ástæðu til þess að skipta um framherja.“ Atli Guðnason er allur að koma til eftir meiðsli og kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri FH á Fjölni í síðustu umferð. Þar áður spilaði hann um miðjan síðasta mánuð. „Ef að Atli spilar gæti hann breytt miklu fyrir FH. Það væri því óskandi fyrir FH-inga ef hann er leikfær í kvöld. Þeir hafa verið frískari með hann í liðinu.“ Logi bendir hins vegar á að Bergsveinn Ólafsson, miðvörður, er í leikbanni í kvöld og telur að það muni hafa áhrif á lið Hafnfirðinga í leiknum. Upphitun fyrir leik FH og Stjörnunnar hefst klukkan 17.30 á Stöð 2 Sport og leikurinn sjálfur klukkan 18.00. Viðureign Þróttar og Vals er einnig í beinni útsendingu, á Stöð 2 Sport 2, og Pepsimörkin eru svo á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira