Leggja mikla áherslu á að Brexit sé ekki upphaf endaloka ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 23:55 Frá fundi leiðtoganna í dag. vísir/getty Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk. Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk.
Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45
Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00
Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00