Einstök listaverk Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Við sem störfum innan kirkjunnar þjónum fólki oft í gegnum það sem við köllum ritúal eða helgisiði. Ég hef í mínu prestsstarfi fundið heiti sem skapa nýtt viðhorf hjá mér. Mér finnst eins og orðin ritúal og helgisiðir hafi neikvæða merkingu í hugum margra, en þetta er notað til að setja form utan um athafnir fólks í björtustu gleði og djúpri sorg. Hugsunin er einnig að finna leiðir til að gera þessar stundir þar sem tilfinningarnar eru hvað sterkastar, merkingabærari og til að hjálpa okkur að staðsetja hugsanir okkar þegar tímamótin eru stór. Á einhverjum tímapunkti tók ég þá ákvörðun að horfa á hverja athöfn í kirkjunni, hvort sem það er skírn, ferming, brúðkaup, messa eða jarðarför sem listaverk og við sem þjónum að undirbúningnum, hvort sem það eru þau sem þiggja þjónustuna eða veita hana eins og organisti, prestur, útfararstjóri, tónlistarfólk eða kirkjuvörður, erum listamenn sem höfum það hlutverk að skapa eitthvað einstakt. Ég upplifi þetta sterkast við andlát. Þá koma syrgjendur til að skapa kveðjustund sem á að veita styrk og göfga minningu hins látna. Listsköpun er krefjandi og að setja alla þessa merkingu í eina athöfn er stórt verkefni. Ég hef líka komist að því þar sem ég sit með ástvinum á slíkum ögurstundum að fólki líður eins og það hafi ekki nógu skýra hugsun. En einmitt þá hef ég séð fallegustu listaverkin fæðast. Einmitt þarna verður hugurinn svo skapandi því allt er fullt af ást og þakklæti og eitthvað undursamlegt verður til. Þess vegna trúi ég á hvísl andans sem gerir það að verkum að mér finnst ég vera í stöðugri geðrækt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun
Við sem störfum innan kirkjunnar þjónum fólki oft í gegnum það sem við köllum ritúal eða helgisiði. Ég hef í mínu prestsstarfi fundið heiti sem skapa nýtt viðhorf hjá mér. Mér finnst eins og orðin ritúal og helgisiðir hafi neikvæða merkingu í hugum margra, en þetta er notað til að setja form utan um athafnir fólks í björtustu gleði og djúpri sorg. Hugsunin er einnig að finna leiðir til að gera þessar stundir þar sem tilfinningarnar eru hvað sterkastar, merkingabærari og til að hjálpa okkur að staðsetja hugsanir okkar þegar tímamótin eru stór. Á einhverjum tímapunkti tók ég þá ákvörðun að horfa á hverja athöfn í kirkjunni, hvort sem það er skírn, ferming, brúðkaup, messa eða jarðarför sem listaverk og við sem þjónum að undirbúningnum, hvort sem það eru þau sem þiggja þjónustuna eða veita hana eins og organisti, prestur, útfararstjóri, tónlistarfólk eða kirkjuvörður, erum listamenn sem höfum það hlutverk að skapa eitthvað einstakt. Ég upplifi þetta sterkast við andlát. Þá koma syrgjendur til að skapa kveðjustund sem á að veita styrk og göfga minningu hins látna. Listsköpun er krefjandi og að setja alla þessa merkingu í eina athöfn er stórt verkefni. Ég hef líka komist að því þar sem ég sit með ástvinum á slíkum ögurstundum að fólki líður eins og það hafi ekki nógu skýra hugsun. En einmitt þá hef ég séð fallegustu listaverkin fæðast. Einmitt þarna verður hugurinn svo skapandi því allt er fullt af ást og þakklæti og eitthvað undursamlegt verður til. Þess vegna trúi ég á hvísl andans sem gerir það að verkum að mér finnst ég vera í stöðugri geðrækt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun