Dominos kynnir pítsusendladróna til sögunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2016 14:10 Framtíðin er á leiðinni og hún lítur svona út. Mynd/ Dominos á Nýja Sjálandi Dominos í Nýja-Sjálandi þróar nú leiðir til þess að senda pítsur til svangra viðskiptavina sinna þar í landi með hjálp dróna. Mun fyrirtækið hefja sendingar af þessu tagi síðar á árinu en fyrirtækið starfar með bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun dróna. „Við höfum alltaf sagt að það er eiginlega óskiljanlegt að nota tveggja tonna tæki til þess að senda tveggja kílóa pöntun,“ sagði Don Meji, framkvæmdastjóri Dominos í Nýja-Sjálandi. Stefnt er að því að Nýja-Sjáland ríði á vaðið áður en þjónustan verður kynnt til leiks í Ástralíu, Frakklandi, Hollandi, Japan og Þýskalandi. Andfætlingar okkar virðast vera ansi hugmyndaríkir þegar kemur að því að senda pizzur en fyrr á árinu kynnti Dominos í Ástralíu sérstakt pítsusendlavélmenni. Meji segir að stefnt sé að því að viðskiptavinir panti pítsur í gegnum síma og muni dróninn svo komast á áætlunarstað með því að fylgja GPS-merkjum frá síma viðskiptavinarins. Tengdar fréttir Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dominos í Nýja-Sjálandi þróar nú leiðir til þess að senda pítsur til svangra viðskiptavina sinna þar í landi með hjálp dróna. Mun fyrirtækið hefja sendingar af þessu tagi síðar á árinu en fyrirtækið starfar með bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun dróna. „Við höfum alltaf sagt að það er eiginlega óskiljanlegt að nota tveggja tonna tæki til þess að senda tveggja kílóa pöntun,“ sagði Don Meji, framkvæmdastjóri Dominos í Nýja-Sjálandi. Stefnt er að því að Nýja-Sjáland ríði á vaðið áður en þjónustan verður kynnt til leiks í Ástralíu, Frakklandi, Hollandi, Japan og Þýskalandi. Andfætlingar okkar virðast vera ansi hugmyndaríkir þegar kemur að því að senda pizzur en fyrr á árinu kynnti Dominos í Ástralíu sérstakt pítsusendlavélmenni. Meji segir að stefnt sé að því að viðskiptavinir panti pítsur í gegnum síma og muni dróninn svo komast á áætlunarstað með því að fylgja GPS-merkjum frá síma viðskiptavinarins.
Tengdar fréttir Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55