Fyrsti atvinnumannabardagi Sunnu í næsta mánuði: „Ég er himinlifandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 12:30 Sunna berst eftir tæpan mánuð. Sunna Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni, tekur þátt í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í Kansas City þann 23. september á bardagakvöldinu INVICTA 19. Sunna undirritaði fyrr á þessu ári fjölbardagasamning við hið virta bardagasamband Invicta Fighting Championships í Bandaríkjunum. Hún varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gerast atvinnumaður í blönduðum bardagalistum/MMA. „Ég er himinlifandi að það sé loksins búið að festa bardaga. Ég er búin að vera að bíða eftir þessu í langan tíma og ég er tilbúin í þetta að öllu leyti. Ég hef ekki barist opinberlega síðan á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í október í fyrra og þess vegna er mig farið að klæja í fingurna, eða öllu heldur hnúana,“ segir Sunna. Andstæðingur Sunnu, Ashley Greenway, nýtur talsverðrar virðingar innan íþróttarinnar þó svo að hennar atvinnuferill sé tiltölulega nýhafinn. Hún á tólf áhugabardaga að baki, átta sigra og fjögur töp. Hennar fyrsti atvinnubardagi fór fram í mars á þessu ári og hann vann hún eftir dómaraákvörðun. Sunnu og Ashley eru báðar 31 árs gamlar, eru báðar með grunn úr Muay-Thai og eru báðar með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu-Jitsu.Sunna er frábær bardagamaður.Ashley er bandarísk og er meðlimur í Revolution MMA bardagaklúbbnum sem er staðsettur í Spartanburg, Suður Karólínu. Hennar helsti æfingafélagi er glímukonan og ólympíuverðlaunahafinn Sara McMann sem flestir unnendur MMA ættu að kannast við úr UFC. Má því gera fastlega ráð fyrir því að Ashley sé öflug glímukona. „Ég veit ekki mikið um andstæðing minn, enda hef ég aldrei lagt mikið upp úr því að vita mikið um mína andstæðinga. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að vera með sjálfa mig á hreinu. Ég hef aldrei verið í betra formi, enda hef ég varið öllum mínum tíma í að æfa og undirbúa mig.” Talsverður munur er á MMA áhugamanna og atvinnumanna. Loturnar eru lengri, fimm mínútur í stað þriggja, en einnig er regluverkið töluvert rýmra. Fleiri högg eru leyfileg og færri hlífar.„Það sem ég er spenntust fyrir er sennilega það að ég megi loksins nota Muay-Thai grunninn minn almennilega. Reglurnar í atvinnumannabardögum henta bardagastílnum mínum miklu betur. Ég hef verið þolinmóð að bíða eftir þessu tækifæri og ég get varla beðið eftir að fá að sýna heiminum hvers megnug ég er.” Rétt tæplega mánuður er þar til Sunna stígur í búrið. Lokaundirbúningur fyrir bardagann er því í fullum gangi. „Þar sem þetta er minn fyrsti atvinnubardagi þá er undirbúningurinn harðari og agaðri en ég hef vanist. Annarsvegar þá er mataræðið mjög strangt og hinsvegar þá er æfingaplanið mjög þétt. Það er í raun ekkert sem ég geri annað en að æfa, borða og sofa, en mér finnst þetta æðislegt. Það er ekkert sem ég myndi frekar vilja gera. Þetta er draumurinn minn og ég er að láta hann rætast.” MMA Tengdar fréttir Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Sunna Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni, tekur þátt í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í Kansas City þann 23. september á bardagakvöldinu INVICTA 19. Sunna undirritaði fyrr á þessu ári fjölbardagasamning við hið virta bardagasamband Invicta Fighting Championships í Bandaríkjunum. Hún varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gerast atvinnumaður í blönduðum bardagalistum/MMA. „Ég er himinlifandi að það sé loksins búið að festa bardaga. Ég er búin að vera að bíða eftir þessu í langan tíma og ég er tilbúin í þetta að öllu leyti. Ég hef ekki barist opinberlega síðan á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í október í fyrra og þess vegna er mig farið að klæja í fingurna, eða öllu heldur hnúana,“ segir Sunna. Andstæðingur Sunnu, Ashley Greenway, nýtur talsverðrar virðingar innan íþróttarinnar þó svo að hennar atvinnuferill sé tiltölulega nýhafinn. Hún á tólf áhugabardaga að baki, átta sigra og fjögur töp. Hennar fyrsti atvinnubardagi fór fram í mars á þessu ári og hann vann hún eftir dómaraákvörðun. Sunnu og Ashley eru báðar 31 árs gamlar, eru báðar með grunn úr Muay-Thai og eru báðar með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu-Jitsu.Sunna er frábær bardagamaður.Ashley er bandarísk og er meðlimur í Revolution MMA bardagaklúbbnum sem er staðsettur í Spartanburg, Suður Karólínu. Hennar helsti æfingafélagi er glímukonan og ólympíuverðlaunahafinn Sara McMann sem flestir unnendur MMA ættu að kannast við úr UFC. Má því gera fastlega ráð fyrir því að Ashley sé öflug glímukona. „Ég veit ekki mikið um andstæðing minn, enda hef ég aldrei lagt mikið upp úr því að vita mikið um mína andstæðinga. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að vera með sjálfa mig á hreinu. Ég hef aldrei verið í betra formi, enda hef ég varið öllum mínum tíma í að æfa og undirbúa mig.” Talsverður munur er á MMA áhugamanna og atvinnumanna. Loturnar eru lengri, fimm mínútur í stað þriggja, en einnig er regluverkið töluvert rýmra. Fleiri högg eru leyfileg og færri hlífar.„Það sem ég er spenntust fyrir er sennilega það að ég megi loksins nota Muay-Thai grunninn minn almennilega. Reglurnar í atvinnumannabardögum henta bardagastílnum mínum miklu betur. Ég hef verið þolinmóð að bíða eftir þessu tækifæri og ég get varla beðið eftir að fá að sýna heiminum hvers megnug ég er.” Rétt tæplega mánuður er þar til Sunna stígur í búrið. Lokaundirbúningur fyrir bardagann er því í fullum gangi. „Þar sem þetta er minn fyrsti atvinnubardagi þá er undirbúningurinn harðari og agaðri en ég hef vanist. Annarsvegar þá er mataræðið mjög strangt og hinsvegar þá er æfingaplanið mjög þétt. Það er í raun ekkert sem ég geri annað en að æfa, borða og sofa, en mér finnst þetta æðislegt. Það er ekkert sem ég myndi frekar vilja gera. Þetta er draumurinn minn og ég er að láta hann rætast.”
MMA Tengdar fréttir Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00
Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00
Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09