Best klæddu konurnar á VMA hátíðinni Ritstjórn skrifar 29. ágúst 2016 02:45 Naomi Campbell var ein af þeim flottustu á hvíta dreglinum. Myndir/Getty Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty Mest lesið Fjögur prósent af toppmyndunum í Hollywood leikstýrt af konum Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour Jólagjafahandbók Glamour Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Prada kom með sumarið í gær Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Bella Hadid mun ganga í Victoria's Secret tískusýningunni Glamour 2015 var ár fjölbreytileikans í tískuheiminum Glamour
Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty
Mest lesið Fjögur prósent af toppmyndunum í Hollywood leikstýrt af konum Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour Jólagjafahandbók Glamour Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Prada kom með sumarið í gær Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Bella Hadid mun ganga í Victoria's Secret tískusýningunni Glamour 2015 var ár fjölbreytileikans í tískuheiminum Glamour