Hrafnhildur: Verst er að ég þarf að borða svo oft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir í Ríó. vísir/anton brink Íslenska sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fær ekki mikinn tíma til að ná úr sér þremur sundum í 100 metra bringusundinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Úrslitasundið var aðfaranótt þriðjudagsins og hún keppir strax aftur í dag. Hrafnhildur varð í 100 metra bringusundinu fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig í hverju sundi en þetta var í þriðja sinn sem hún synti sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum og endaði síðan á því að tryggja sér sjötta sætið í úrslitunum.Vorkenndi heimsmethafanum „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmethafa það er líka alltaf frábært,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. Hún varð í sjöunda sæti í sundinu og var hágrátandi á eftir. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana. Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var heldur ekki góður tími og ég hefði viljað fara á miklu betri tíma,“ segir Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð,“ segir Hrafnhildur. Óvenjulegur keppnistímiÚrslitasundið fór ekki fram fyrr en mjög seint um kvöldið sem er mjög óvenjulegt fyrir sundfólkið. Verið er að stilla sundið inn á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum þar sem áhuginn er mjög mikill. „Við erum komin í rútínu. Ég reyndi samt að sofa svolítið út í morgun en svo verður maður bara að leggja sig á milli,“ segir Hrafnhildur um fyrirkomulagið á mánudaginn þegar hún synti úrslitasund rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið að staðartíma í Ríó. „Það er líka það að þegar maður er vakandi svona lengi þá þarf maður að borða svo oft og eitthvað svona,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Við náum að jafna okkur á þessu og það þýðir ekkert annað ef við viljum synda vel,“ segir Hrafnhildur.Lærði mikið af þessu sundi Undanrásirnar í 200 metra bringusundinu eru strax í dag og hún syndir síðan í undanúrslitunum í nótt takist henni að tryggja sig þangað inn. „Ég fæ bara einn dag til þess að hvíla mig en ég þarf að fara að stilla mig inn á hraðann í 200 metra sundinu og synda það,“ segir Hrafnhildur og hún er ekkert hætt þrátt fyrir frábæran árangur í fyrstu grein. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð,“ sagði Hrafnhildur. „Þó að ég sé ekki með hraðann þá er ég með þessi löngu tök held ég enn þá. Ég held að ég eigi eftir að standa mig nokkuð vel í 200 eða ég vona það allavega. Maður veit aldrei hvað hinar sundkonurnar gera eða hvernig þær standa sig. Ég ætla að reyna mitt besta og reyna að komast eins langt og ég get,“ segir Hrafnhildur að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00 Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00 Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00 Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04 Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira
Íslenska sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fær ekki mikinn tíma til að ná úr sér þremur sundum í 100 metra bringusundinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Úrslitasundið var aðfaranótt þriðjudagsins og hún keppir strax aftur í dag. Hrafnhildur varð í 100 metra bringusundinu fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig í hverju sundi en þetta var í þriðja sinn sem hún synti sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum og endaði síðan á því að tryggja sér sjötta sætið í úrslitunum.Vorkenndi heimsmethafanum „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmethafa það er líka alltaf frábært,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. Hún varð í sjöunda sæti í sundinu og var hágrátandi á eftir. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana. Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var heldur ekki góður tími og ég hefði viljað fara á miklu betri tíma,“ segir Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð,“ segir Hrafnhildur. Óvenjulegur keppnistímiÚrslitasundið fór ekki fram fyrr en mjög seint um kvöldið sem er mjög óvenjulegt fyrir sundfólkið. Verið er að stilla sundið inn á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum þar sem áhuginn er mjög mikill. „Við erum komin í rútínu. Ég reyndi samt að sofa svolítið út í morgun en svo verður maður bara að leggja sig á milli,“ segir Hrafnhildur um fyrirkomulagið á mánudaginn þegar hún synti úrslitasund rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið að staðartíma í Ríó. „Það er líka það að þegar maður er vakandi svona lengi þá þarf maður að borða svo oft og eitthvað svona,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Við náum að jafna okkur á þessu og það þýðir ekkert annað ef við viljum synda vel,“ segir Hrafnhildur.Lærði mikið af þessu sundi Undanrásirnar í 200 metra bringusundinu eru strax í dag og hún syndir síðan í undanúrslitunum í nótt takist henni að tryggja sig þangað inn. „Ég fæ bara einn dag til þess að hvíla mig en ég þarf að fara að stilla mig inn á hraðann í 200 metra sundinu og synda það,“ segir Hrafnhildur og hún er ekkert hætt þrátt fyrir frábæran árangur í fyrstu grein. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð,“ sagði Hrafnhildur. „Þó að ég sé ekki með hraðann þá er ég með þessi löngu tök held ég enn þá. Ég held að ég eigi eftir að standa mig nokkuð vel í 200 eða ég vona það allavega. Maður veit aldrei hvað hinar sundkonurnar gera eða hvernig þær standa sig. Ég ætla að reyna mitt besta og reyna að komast eins langt og ég get,“ segir Hrafnhildur að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00 Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00 Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00 Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04 Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira
Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00
Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00
Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13
Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00
Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00
Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04
Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49