Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35