Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður Árni Jónsson svekktur eftir úrsltiin. Vísir/Anton Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira