Sérfræðingur frá Netflix heldur námskeið á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 19. ágúst 2016 12:00 Brian Holt býr til viðmótið sem mætir notendum þegar þeir horfa á eða leita að efni á Netflix. „Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly. Netflix Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
„Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly.
Netflix Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira