Betra að vera með báða olnbogana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2016 08:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk stinga sér báðar til sunds á morgun. vísir/anton Þær voru fyrstu íslensku sundkonurnar til að synda sig inn í úrslit á stórmóti, þær fyrstu sem komust í úrslit í fleiri en einni grein á stórmóti og síðast en ekki síst fyrstu íslensku sundkonurnar sem unnu til verðlauna á stórmótum. Undanfarnir tólf mánuðir hafa komið íslensku sundi þangað sem það hefur aldrei verið áður. Við höfum aldrei átt eina sundkonu svo framarlega á stórmótum og hvað þá tvær á sama tíma. Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Óskar Gústafsdóttur hafa komið íslenska sundinu á alþjóðlega kortið. Nú mæta tvær íslenskar sundkonur til leiks á Ólympíuleikunum í Ríó með það markmið að synda sig inn í undanúrslit og úrslit. Fram til þessa hafa 24 sundkonur keppt fyrir Ísland á Ólympíuleikum og engri þeirra hefur tekist að komast í gegnum undanrásir.Geta bætt sig í báðum greinum Bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk synda í sinni fyrstu grein á morgun en þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera ekki þeirra besta grein að mati sérfræðinga. „200 metra baksundið hefur alltaf verið aðalgreinin mín en það gæti vel farið svo að ég myndi bæta mig í 100 en ekki í 200,“ segir Eygló. Hrafnhildur er sjálf ekkert síður hrifin af svokallaðri slakari grein sinni. „Þetta eru tvö mismundandi sund og það eru margir sem synda kannski bara 100 eða bara 200. Bara það að ég geti synt hvort tveggja er mjög gott,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur og Eygló kepptu báðar líka fyrir fjórum árum en þá var Eygló mjög ung og Hrafnhildur meidd. „Ég er með báða olnbogana núna sem er miklu betra,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég náði að njóta þess og hafa gaman af. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið,“ segir Hrafnhildur. Eygló talar á svipuðum nótum.Hrafnhildur og Eygló Ósk eru reynslunni ríkari frá síðustu Ólympíuleikum.vísir/antonVar með of stórar væntingar „Ég er miklu reyndari núna og get betur núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort ég get sagt að ég sé orðin vön, því að ég held að maður verði aldrei vanur einhverju svona stóru,“ segir Eygló. Hún komst í úrslit á EM í London en Hrafnhildur vann þar þrenn verðlaun. „Ég lærði af því sem ég gerði á Evrópumótinu. Það er ekkert slæmt að enda í sjötta sæti. Ég hefði hins vegar viljað meira og það er það sem situr alltaf í huganum. Ef þig langar í meira og getur meira þá ertu aldrei alveg hundrað prósent sátt,“ segir Eygló. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hún unnið tvenn bronsverðlaun á EM. „Ég var komin með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress,“ segir Eygló.Get keppt við þær bestu Hrafnhildur sló hins vegar í gegn með því að vinna tvö silfur og eitt brons á EM í maí. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá get ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrra og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður en maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka,“ segir Hrafnhildur. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur og ég vona að ég nái að bæta mig,“ segir Eygló. Hrafnhildur og Eygló hafa báðar tækifæri til að komast langt enda komnar í hóp þeirra bestu með framgöngu sinni á síðustu stórmótum. „Markmiðið er alltaf að stefna á toppinn, gera eins vel og ég get og komast eins langt og ég get. Fyrst er bara að komast í undanúrslit og synda eins vel og ég get þar og reyna að komast í úrslit. Um leið og maður fær braut í úrslitum þá getur allt gerst. Ég hef séð fólk á fyrstu og áttundu braut komast á pall. Það getur því allt gerst,“ segir Hrafnhildur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Þær voru fyrstu íslensku sundkonurnar til að synda sig inn í úrslit á stórmóti, þær fyrstu sem komust í úrslit í fleiri en einni grein á stórmóti og síðast en ekki síst fyrstu íslensku sundkonurnar sem unnu til verðlauna á stórmótum. Undanfarnir tólf mánuðir hafa komið íslensku sundi þangað sem það hefur aldrei verið áður. Við höfum aldrei átt eina sundkonu svo framarlega á stórmótum og hvað þá tvær á sama tíma. Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Óskar Gústafsdóttur hafa komið íslenska sundinu á alþjóðlega kortið. Nú mæta tvær íslenskar sundkonur til leiks á Ólympíuleikunum í Ríó með það markmið að synda sig inn í undanúrslit og úrslit. Fram til þessa hafa 24 sundkonur keppt fyrir Ísland á Ólympíuleikum og engri þeirra hefur tekist að komast í gegnum undanrásir.Geta bætt sig í báðum greinum Bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk synda í sinni fyrstu grein á morgun en þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera ekki þeirra besta grein að mati sérfræðinga. „200 metra baksundið hefur alltaf verið aðalgreinin mín en það gæti vel farið svo að ég myndi bæta mig í 100 en ekki í 200,“ segir Eygló. Hrafnhildur er sjálf ekkert síður hrifin af svokallaðri slakari grein sinni. „Þetta eru tvö mismundandi sund og það eru margir sem synda kannski bara 100 eða bara 200. Bara það að ég geti synt hvort tveggja er mjög gott,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur og Eygló kepptu báðar líka fyrir fjórum árum en þá var Eygló mjög ung og Hrafnhildur meidd. „Ég er með báða olnbogana núna sem er miklu betra,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég náði að njóta þess og hafa gaman af. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið,“ segir Hrafnhildur. Eygló talar á svipuðum nótum.Hrafnhildur og Eygló Ósk eru reynslunni ríkari frá síðustu Ólympíuleikum.vísir/antonVar með of stórar væntingar „Ég er miklu reyndari núna og get betur núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort ég get sagt að ég sé orðin vön, því að ég held að maður verði aldrei vanur einhverju svona stóru,“ segir Eygló. Hún komst í úrslit á EM í London en Hrafnhildur vann þar þrenn verðlaun. „Ég lærði af því sem ég gerði á Evrópumótinu. Það er ekkert slæmt að enda í sjötta sæti. Ég hefði hins vegar viljað meira og það er það sem situr alltaf í huganum. Ef þig langar í meira og getur meira þá ertu aldrei alveg hundrað prósent sátt,“ segir Eygló. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hún unnið tvenn bronsverðlaun á EM. „Ég var komin með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress,“ segir Eygló.Get keppt við þær bestu Hrafnhildur sló hins vegar í gegn með því að vinna tvö silfur og eitt brons á EM í maí. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá get ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrra og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður en maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka,“ segir Hrafnhildur. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur og ég vona að ég nái að bæta mig,“ segir Eygló. Hrafnhildur og Eygló hafa báðar tækifæri til að komast langt enda komnar í hóp þeirra bestu með framgöngu sinni á síðustu stórmótum. „Markmiðið er alltaf að stefna á toppinn, gera eins vel og ég get og komast eins langt og ég get. Fyrst er bara að komast í undanúrslit og synda eins vel og ég get þar og reyna að komast í úrslit. Um leið og maður fær braut í úrslitum þá getur allt gerst. Ég hef séð fólk á fyrstu og áttundu braut komast á pall. Það getur því allt gerst,“ segir Hrafnhildur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira