Túfa valinn bestur: Ég er með mikinn metnað fyrir þessu starfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 21:51 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, þjálfari KA, var í dag verðlaunaður sem besti þjálfari fyrri hluta Inkasso-deildarinnar en þetta er val íþróttadeildar 365 og Inkasso sem er styrktaraðili deildarinnar. Srdjan Tufegdzic tók við KA-liðinu í fyrra þegar ljóst var að Akureyrarliðið væri ekki á leið upp og Bjarni Jóhannsson var rekinn. Hann fór á mikinn skrið með KA og var á endanum ekki langt frá því að koma liðinu upp. Tufegdzic er síðan á góðri leið með að koma KA-liðinu upp í Pepsi-deildina í sumar en liðið hefur fimm stiga forskot á toppnum þegar tólf umferðir eru búnar. Tufegdzic og félagar héldu upp á verðlaunin með því að vinna Fram í Laugardalnum í kvöld. „Það kemur okkur ekki á óvart að við séum í efsta sætinu. Þetta hefur verið markmiðið okkar frá upphafi og við viljum halda okkur þarna áfram," sagði Srdjan Tufegdzic í samtali við Tómas Þór Þórðarson í kvöld. „Ég er með mikinn metnað fyrir þessu starfi sem ég er í núna og mig langar að liðið mitt nái þessu fyrsta sæti. Ef það tekst þá eru það nógu mikil verðlaun fyrir mig," sagði Tufegdzic. „Þetta var góð fyrri umferð hjá okkur og þá sérstaklega í varnarleiknum því vorum skipulagðir og að gefa lítil færi á okkur. Við héldum hreinu í sjö leikjum af ellefu sem er mjög sterkt," sagði Tufegdzic. „Leikur okkar hefur verið stígandi í allt sumar og ég tel að við eigum ennþá eitthvað inni. Við ætlum okkur að spila ennþá betur í seinni umferðinni," sagði Tufegdzic. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, þjálfari KA, var í dag verðlaunaður sem besti þjálfari fyrri hluta Inkasso-deildarinnar en þetta er val íþróttadeildar 365 og Inkasso sem er styrktaraðili deildarinnar. Srdjan Tufegdzic tók við KA-liðinu í fyrra þegar ljóst var að Akureyrarliðið væri ekki á leið upp og Bjarni Jóhannsson var rekinn. Hann fór á mikinn skrið með KA og var á endanum ekki langt frá því að koma liðinu upp. Tufegdzic er síðan á góðri leið með að koma KA-liðinu upp í Pepsi-deildina í sumar en liðið hefur fimm stiga forskot á toppnum þegar tólf umferðir eru búnar. Tufegdzic og félagar héldu upp á verðlaunin með því að vinna Fram í Laugardalnum í kvöld. „Það kemur okkur ekki á óvart að við séum í efsta sætinu. Þetta hefur verið markmiðið okkar frá upphafi og við viljum halda okkur þarna áfram," sagði Srdjan Tufegdzic í samtali við Tómas Þór Þórðarson í kvöld. „Ég er með mikinn metnað fyrir þessu starfi sem ég er í núna og mig langar að liðið mitt nái þessu fyrsta sæti. Ef það tekst þá eru það nógu mikil verðlaun fyrir mig," sagði Tufegdzic. „Þetta var góð fyrri umferð hjá okkur og þá sérstaklega í varnarleiknum því vorum skipulagðir og að gefa lítil færi á okkur. Við héldum hreinu í sjö leikjum af ellefu sem er mjög sterkt," sagði Tufegdzic. „Leikur okkar hefur verið stígandi í allt sumar og ég tel að við eigum ennþá eitthvað inni. Við ætlum okkur að spila ennþá betur í seinni umferðinni," sagði Tufegdzic. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira