Putin: Ólympíugull ekki eins merkilegt afrek þegar það vantar Rússana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2016 13:45 Það verða óvenju fáir Rússar sem ganga inn á völlinn í setningarhátíð Ríó. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira