Arnar: Kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gult Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2016 21:45 Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks vísir/anton Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira