Var amma glæpon? Bjarni Karlsson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt. Hún kynntist þýskum hermanni sem undirbjó flótta sinn úr her Hitlers og þau urðu par. Eftir mikinn hildarleik fékk hann að stríði loknu vafasöm vegabréf í gegnum dönsku andspyrnuhreyfinguna og saman flúðu þau frá meginlandinu siglandi á skútu suður eftir álfu allt til Norður-Afríku þar sem þýskur liðhlaupi taldi sig hólpinn. Nokkrum árum síðar héldu þau til Bandaríkjanna sem þá var land tækifæranna og bjuggu þar til æviloka. Hún var húsmóðir en hann var rafeindavirki og eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði á langri starfsævi gegnt trúnaðarstörfum í þágu bandarískra varnarmála. Þessi kona hét Aðalheiður Stefánsdóttir og var föðuramma mín, hann hét Carl Buthe. Ef þessum flóttamönnum hefði skolað í hendur Útlendingastofnunar hefðu þau verið handtekin, send til baka og aldrei litið á þeirra mál með tilvísun til Dyflinnarsamkomulagsins. Um og eftir seinna stríð var gríðarlegur flóttamannastraumur í álfunni. Í dag minnir ástandið um margt á þá tíma. Kjarni kristinnar breytni er miskunn og samstaða. Kristnir söfnuðir í landinu hafa ætíð verið miðstöðvar þeirrar viðleitni þótt mörgum hafi þótt yfirstjórn þjóðkirkjunnar misskilja hlutverk sitt á köflum og jafnvel skapa ranglætinu skjól. Nú gengur biskup Íslands fram og vill að kirkjan fari að eðli sínu og reynist skjól hinum skjóllausu. Mikið er það gleðilegt og hressandi. Takk frú Agnes.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt. Hún kynntist þýskum hermanni sem undirbjó flótta sinn úr her Hitlers og þau urðu par. Eftir mikinn hildarleik fékk hann að stríði loknu vafasöm vegabréf í gegnum dönsku andspyrnuhreyfinguna og saman flúðu þau frá meginlandinu siglandi á skútu suður eftir álfu allt til Norður-Afríku þar sem þýskur liðhlaupi taldi sig hólpinn. Nokkrum árum síðar héldu þau til Bandaríkjanna sem þá var land tækifæranna og bjuggu þar til æviloka. Hún var húsmóðir en hann var rafeindavirki og eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði á langri starfsævi gegnt trúnaðarstörfum í þágu bandarískra varnarmála. Þessi kona hét Aðalheiður Stefánsdóttir og var föðuramma mín, hann hét Carl Buthe. Ef þessum flóttamönnum hefði skolað í hendur Útlendingastofnunar hefðu þau verið handtekin, send til baka og aldrei litið á þeirra mál með tilvísun til Dyflinnarsamkomulagsins. Um og eftir seinna stríð var gríðarlegur flóttamannastraumur í álfunni. Í dag minnir ástandið um margt á þá tíma. Kjarni kristinnar breytni er miskunn og samstaða. Kristnir söfnuðir í landinu hafa ætíð verið miðstöðvar þeirrar viðleitni þótt mörgum hafi þótt yfirstjórn þjóðkirkjunnar misskilja hlutverk sitt á köflum og jafnvel skapa ranglætinu skjól. Nú gengur biskup Íslands fram og vill að kirkjan fari að eðli sínu og reynist skjól hinum skjóllausu. Mikið er það gleðilegt og hressandi. Takk frú Agnes.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun