Guðni Valur setur stefnuna á úrslitin á ÓL í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 06:00 „Það var gaman að fá þessar fréttir, þó bjóst ég alveg við þessu,“ segir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason sem í gær fékk boð á Ólympíuleikana í Ríó þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki á leikana. Frjálsíþróttasamband Íslands mátti senda einn keppanda á leikana sem náði ekki lágmarki og ákvað stjórn FRÍ að það yrði ÍR-ingurinn Guðni Valur. Guðni er tvítugur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann keppti á EM í Amsterdam á dögunum sem var hans fyrsta stórmót en þar kastaði hann kringlunni 61,20 metra og varð í 22. sæti. Þetta var lengsta kast Íslendingsins á stórmóti frá upphafi en Íslandsmet hans eru 63,50 metrar. „Mér líst hrikalega vel á að fara á Ólympíuleikana. Þetta er gott tækifæri fyrir mig. Ég mun reyna að komast í úrslitin þarna og verð svo Ólympíumeistari eftir fjögur ár,“ segir Guðni Valur léttur og hress en það er ekki að heyra á þessum unga afreksmanni að hann sé nokkuð stressaður fyrir að fara á stærsta íþróttamót heims. „Það dettur kannski inn í fluginu til Ríó en núna er ég alveg rólegur,“ segir hann.Besta kast ársins í Hollandi Guðni bætti sig mikið á síðasta ári þar sem hann kastaði lengra nánast í hverri einustu viku. Það endaði svo með 63,50 metra kastinu sem er hans besti árangur. Hann hefur ekki náð að bæta það í ár en er viss um að kasta lengra en það á Ólympíuleikunum. Æfingar hafa gengið vel og hann náði sínu besta kasti á árinu í Hollandi. Þó reyndar ekki á Evrópumótinu sjálfu eins og flestir héldu. „Laugardaginn fyrir EM keppti ég á öðrum stað í Hollandi og kastaði 61,85 metra,“ segir Guðni sem býst við að eiga annað eins ár núna og í fyrra. „Mig grunar að þetta sumar verið svipað og í fyrra þar sem hver vika var betri en sú sem leið. Í upphitun á EM átti ég hrikalega gott kast þar sem ég var nálægt 64 metra línunni sem hefði komið mér í úrslit.“ Guðna grunar að línan til að komast í úrslitin á Ólympíuleikunum verði sett við 65 metrana en ekki 64 eins og á EM. Það þýðir að þessi ungi maður þarf mögulega að bæta sinn besta árangur um einn og hálfan metra sem er ansi mikið þegar menn eru byrjaðir að kasta yfir 60 metra. „Bætingin verður alltaf minni og minni eftir því sem maður getur kastað lengra. Þetta er svo samt svakaleg tæknigrein að maður getur alltaf dottið inn á eitt rosalegt kast. Það má lítið gerast til að þú kastir annað hvort svakalega langt eða bara fokkir öllu upp,“ segir Guðni Valur.Guðni Valur hefur bætt sig mikið á skömmum tíma.vísir/anton brinkLífið er kringla Guðni Valur kveðst vitaskuld spenntur fyrir Ólympíuleikunum og hann veit hvað það gefur honum í reynslubankann að komast núna til Ríó. Hann er þó ekkert að fara í neina útsýnisferð til Brasilíu heldur ætlar hann sér í úrslit og hann telur það raunhæft. „Mér finnst það alveg raunhæft en kannski ekki öðrum. Það er gott að komast á Ólympíuleikana en ég er ekkert að fara bara til að fara. Ég ætla mér að komast í úrslitin. Það verður auðvitað gaman að vera á Ólympíuleikunum en ég vil komast í úrslitin. Af hverju ætti það ekki að ganga? Ég er alveg nógu sterkur,“ segir Guðni Valur ákveðinn. Það er ekki mikið annað en kringlan sem kemst að hjá Guðna þessa dagana. Aðspurður hvort lífið sé bara kringla svarar hann: „Já.“ Þó hann æfi stíft gefur hann sér líka tíma til að eiga líf utan sportsins. „Maður er á fullu að æfa. Ég æfi tvisvar á dag en ég lyfti aðeins minna. Ég er aðeins eftir mig eftir æfingarnar í vetur þannig að ég á enn eftir að léttast aðeins. Það liggur við að maður hafi ekki tíma fyrir neitt annað en það er alltaf tími fyrir eitthvað. Maður fer samt ekkert að djamma,“ segir Guðni Valur Guðnason. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Það var gaman að fá þessar fréttir, þó bjóst ég alveg við þessu,“ segir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason sem í gær fékk boð á Ólympíuleikana í Ríó þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki á leikana. Frjálsíþróttasamband Íslands mátti senda einn keppanda á leikana sem náði ekki lágmarki og ákvað stjórn FRÍ að það yrði ÍR-ingurinn Guðni Valur. Guðni er tvítugur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann keppti á EM í Amsterdam á dögunum sem var hans fyrsta stórmót en þar kastaði hann kringlunni 61,20 metra og varð í 22. sæti. Þetta var lengsta kast Íslendingsins á stórmóti frá upphafi en Íslandsmet hans eru 63,50 metrar. „Mér líst hrikalega vel á að fara á Ólympíuleikana. Þetta er gott tækifæri fyrir mig. Ég mun reyna að komast í úrslitin þarna og verð svo Ólympíumeistari eftir fjögur ár,“ segir Guðni Valur léttur og hress en það er ekki að heyra á þessum unga afreksmanni að hann sé nokkuð stressaður fyrir að fara á stærsta íþróttamót heims. „Það dettur kannski inn í fluginu til Ríó en núna er ég alveg rólegur,“ segir hann.Besta kast ársins í Hollandi Guðni bætti sig mikið á síðasta ári þar sem hann kastaði lengra nánast í hverri einustu viku. Það endaði svo með 63,50 metra kastinu sem er hans besti árangur. Hann hefur ekki náð að bæta það í ár en er viss um að kasta lengra en það á Ólympíuleikunum. Æfingar hafa gengið vel og hann náði sínu besta kasti á árinu í Hollandi. Þó reyndar ekki á Evrópumótinu sjálfu eins og flestir héldu. „Laugardaginn fyrir EM keppti ég á öðrum stað í Hollandi og kastaði 61,85 metra,“ segir Guðni sem býst við að eiga annað eins ár núna og í fyrra. „Mig grunar að þetta sumar verið svipað og í fyrra þar sem hver vika var betri en sú sem leið. Í upphitun á EM átti ég hrikalega gott kast þar sem ég var nálægt 64 metra línunni sem hefði komið mér í úrslit.“ Guðna grunar að línan til að komast í úrslitin á Ólympíuleikunum verði sett við 65 metrana en ekki 64 eins og á EM. Það þýðir að þessi ungi maður þarf mögulega að bæta sinn besta árangur um einn og hálfan metra sem er ansi mikið þegar menn eru byrjaðir að kasta yfir 60 metra. „Bætingin verður alltaf minni og minni eftir því sem maður getur kastað lengra. Þetta er svo samt svakaleg tæknigrein að maður getur alltaf dottið inn á eitt rosalegt kast. Það má lítið gerast til að þú kastir annað hvort svakalega langt eða bara fokkir öllu upp,“ segir Guðni Valur.Guðni Valur hefur bætt sig mikið á skömmum tíma.vísir/anton brinkLífið er kringla Guðni Valur kveðst vitaskuld spenntur fyrir Ólympíuleikunum og hann veit hvað það gefur honum í reynslubankann að komast núna til Ríó. Hann er þó ekkert að fara í neina útsýnisferð til Brasilíu heldur ætlar hann sér í úrslit og hann telur það raunhæft. „Mér finnst það alveg raunhæft en kannski ekki öðrum. Það er gott að komast á Ólympíuleikana en ég er ekkert að fara bara til að fara. Ég ætla mér að komast í úrslitin. Það verður auðvitað gaman að vera á Ólympíuleikunum en ég vil komast í úrslitin. Af hverju ætti það ekki að ganga? Ég er alveg nógu sterkur,“ segir Guðni Valur ákveðinn. Það er ekki mikið annað en kringlan sem kemst að hjá Guðna þessa dagana. Aðspurður hvort lífið sé bara kringla svarar hann: „Já.“ Þó hann æfi stíft gefur hann sér líka tíma til að eiga líf utan sportsins. „Maður er á fullu að æfa. Ég æfi tvisvar á dag en ég lyfti aðeins minna. Ég er aðeins eftir mig eftir æfingarnar í vetur þannig að ég á enn eftir að léttast aðeins. Það liggur við að maður hafi ekki tíma fyrir neitt annað en það er alltaf tími fyrir eitthvað. Maður fer samt ekkert að djamma,“ segir Guðni Valur Guðnason.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22