Gervipeningar fyrir flóttamenn Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Í bænum Gioiosa Ionica búa um þessar mundir 75 flóttamenn. Mynd/Wikimedia Commons Í smábænum Gioiosa Ionica á Suður-Ítalíu eru flóttamenn látnir nota gerviseðla til að versla við íbúa bæjarins. Seðlarnir eru í raun hluti af stuðningskerfi flóttamanna og virka sem inneignarnótur. Flóttamenn mega eyða peningunum í það sem þeir vilja, en einungis innan bæjarmarka til að bæjarbúar hagnist af viðveru þeirra. Í frétt BBC um málið segir að flóttamennirnir 75 í bænum hafi meðal annars skapað tuttugu ný störf. Bæjarstjórnin fær jafnvirði 4.700 íslenskra króna á dag fyrir nauðsynjar handa flóttamönnum, þeim býðst svo að vinna í bænum og verða sér þannig úti um reynslu. Seðlarnir eru á formi gervi-evra, á 10 evru seðlinum er Che Guevara, á 20 evru seðlinum er Hugo Chavez og Karl Marx er á 50 evru seðlinum. Á hinni hliðinni er svo Giovanni Maiolo, sem sér um flóttamannamál í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í smábænum Gioiosa Ionica á Suður-Ítalíu eru flóttamenn látnir nota gerviseðla til að versla við íbúa bæjarins. Seðlarnir eru í raun hluti af stuðningskerfi flóttamanna og virka sem inneignarnótur. Flóttamenn mega eyða peningunum í það sem þeir vilja, en einungis innan bæjarmarka til að bæjarbúar hagnist af viðveru þeirra. Í frétt BBC um málið segir að flóttamennirnir 75 í bænum hafi meðal annars skapað tuttugu ný störf. Bæjarstjórnin fær jafnvirði 4.700 íslenskra króna á dag fyrir nauðsynjar handa flóttamönnum, þeim býðst svo að vinna í bænum og verða sér þannig úti um reynslu. Seðlarnir eru á formi gervi-evra, á 10 evru seðlinum er Che Guevara, á 20 evru seðlinum er Hugo Chavez og Karl Marx er á 50 evru seðlinum. Á hinni hliðinni er svo Giovanni Maiolo, sem sér um flóttamannamál í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira